Matseðill Sægreifans – árið um kring

Humarsúpa og grillaður fiskur á spjóti eru einkennisréttir Sægreifans. 

Fjölbreytt úrval sjávarfangs er á grillspjótunum: bleikja, blálanga, hörpuskel, karfi, keila, lax, rauðspretta, rækja, steinbítur, þorskur.

Grillspjót með grænmeti og kartöflum eru líka á matseðlinum. Þeir sem kjósa grænmetisfæði eingöngu eiga því margra kosta völ hjá okkur.

Siginn fiskur & skata

Velunnarar og fastagestir Sægreifans kalla veitingahúsið stundum athvarf þeirra sem kunna gott að meta og vísa þá til þess að þar má fá siginn fisk og skötu á ákveðnum dögum frá hausti til vors.

Sumir komast víst ekki upp með að borða slíkt góðmeti heima hjá sér og þá er gott að eiga Sægreifann að!

  • Skata er í boði í hádegi fyrsta laugardags hvers mánaðar frá 1. október til 31. mars.
  • Siginn fiskur er í boði í hádegi annars hvers fimmtudags frá 1. október til 31. maí.

Klassískur eftirréttur með skötunni er Steingrímur, grjónagrautur með rúsínum, nefndur eftir Steingrími Hermannssyni fyrrum forsætisráðherra. Hvers vegna?

Á meðan eitt samdráttarskeið af mörgum reið yfir íslenskt efnahagslíf forðum ráðlagði forsætisráðherrann landslýð að herða sultarólar og borða hrísgrjónagraut með rúsínum, sem væri hollur, góður og ódýr matur.

Kjartan Sægreifi greip hollræðið á lofti og setti „Steingrím“ á matseðilinn.