Siginn fiskur & skata

Velunnarar og fastagestir Sægreifans kalla veitingahúsið stundum athvarf þeirra sem kunna gott að meta og vísa þá til þess að þar má fá siginn fisk og skötu á ákveðnum dögum frá hausti til vors.

Sumir komast víst ekki upp með að borða slíkt góðmeti heima hjá sér og þá er gott að eiga Sægreifann að!

  • Siginn fiskur er í  boði einu sinni í mánuði, síðasta þriðjudag hvers mánaðar.
  • Skata verður í boði laugardaginn 7. desember 2019 frá kl. 11:30 til 14 og svo frá 17. desember til Þorláksmessu – allan daginn alla daga!