Samkomur eða veislur hópa

Sægreifinn er kjörinn samkomu- og veislustaður. Við getum þjónað alls um 50 matargestum samtímis á báðum hæðum.

Á neðri hæð eru tveir salir og „betri stofan“ okkar á efri hæð.

Í betri stofunni uppi eru gestir út af fyrir sig í umhverfi sem minnir meira á notalegt sumarhús í sveit en veitingastað í miðborg Reykjavíkur.

Fjölskyldur, vinahópar, vinnufélagar og fleiri eiga margar góðar stundir í betri stofunni.