Þarf að panta borð?

Við tökum öllum gestum fagnandi án þess að þeir geri boð á undan sér eða panti borð.

Ef hins vegar tíu eða fleiri vilja koma í hóp mælumst við til þess að borð sé pantað í síma 553 1500. Það er til hagræðis og öryggis fyrir okkur og viðskiptavinina.

Skötuveislan á Þorláksmessu er sér á parti. Þá komast færri að en vilja og við óskum skilyrðislaust eftir því að borð sé pantað (553 1500)!